Gengið milli vita í heilsuviku

Annað kvöld, 6.október nk. mun Þekkingarsetrið leiða göngu milli Garðskagavita og Sandgerðisvita kl. 18.00

Hist verður við gamla Garðskagavita og þaðan gengið að Sandgerðisvita, n.t.t. Sjávarsetrinu, þar sem aðstandendur munu bjóða upp á sjávarréttasúpu og happy hour á kostakjörum.

Viðburðurinn er liður í heilsuviku Suðurnesjabæjar sem fram fer dagana 3. – 9.október og fer skráning fram í gegnum daniel@thekkingarsetur.is eða einfaldlega með því að mæta á svæðið.

Hlökkum til að sjá ykkur