Opið fyrir umsóknir; INTERACT

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í rannsóknarsjóð INTERACT.

Þekkingarsetur Suðurnesja er aðili að INTERACT samtökunum, sem nú bjóða upp á styrki til rannsóknarstarfa á yfir 40 rannsóknarstöðvum víðsvegar um norður heimskautið.

Umsóknarfrestur er til 15.nóvember nk. til verkefna í apríl – október 2023 en haldið verður sérstakt kynningarnámskeið þann 5.október nk. á ZOOM. Hvetjum við allar stofnanir og vísindamenn hér á landi til að kynna sér málið frekar.

 

Hér má kynna sér allt saman nánar – Umsóknareyðublað