Starfsgreinakynning sló í gegn!

Starfsgreinakynning fyrir nemendur 8. og 10.bekkjar (auk valinna eldri nemenda úr framhalds – og háskóla) var haldin í Blue-höllinni við Sunnubraut í Keflavík þann 11.október sl. og fór einstaklega vel fram.

Þar kynntu yfir 110 starfsgreinar sín daglegu störf með ýmsum hætti, tólum, tækjum, tali, tónum og veitingum, svo eitthvað sé nefnt. Starfsgreinakynningin var síðast haldin árið 2019 en hefur annars verið haldin árlega frá árinu 2012 af samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) en Þekkingarsetur Suðurnesja sér um verkefnastjórnun og skipulagningu viðburðarins, sem sóttur af rúmlega 1000 börnum.

Ýmsir fjölmiðlar veittu kynningunni gaum og þar á meðal mætti Suðurnesjamagasín Víkufrétta á svæðið og tók unga fólkið tali ásamt völdum starfsgreinum og aðstandendum.

Takk fyrir komuna, kynninguna og samveruna öllsömul og við hlökkum til næsta árs!