Fræðsluganga á Garðskaga

Reykjanes jarðvangur stendur fyrir sinni fyrstu jarðvangsviku 10. – 20. maí. Í tilefni af henni mun Þekkingarsetrið standa fyrir léttri fræðslugöngu um nágrenni Garðskagavita mánudaginn 13. maí. Fjallað verður um lífríki fjörunnar, fuglalífið og sögu svæðisins.

Gangan hefst við Garðskagavita kl. 20:00 og hvetjum við alla, börn og fullorðna, til að fjölmenna.

Nánar má lesa um jarðvangsvikuna hér.

Garðskagi