Aflakóngar Sandgerðisbæjar í Þekkingarsetrinu

Hópmynd 1Föstudaginn 24. maí var Sandgerðisbæ afhent glæsileg gjöf frá afkomendum Þórhalls Gíslasonar, fyrrum skipstjóra frá Sandgerði. Þórhallur varð 95 ára þann 14. maí 2011 og í tilefni af afmælinu fékk sonur hans, Jónas Karl Þórhallsson, þá hugmynd að láta útbúa skjöld með nöfnum aflakónga á vetrarvertíð í Sandgerði á árunum 1939-1991 og gefa föður sínum í afmælisgjöf frá systkinunum. Sjálfur var Þórhallur aflahæsti skipstjórinn nokkrum sinnum á þessu 52 ára tímabili og aflakóngarnir í þessum hópi oft á tíðum einnig aflahæstir á landinu.

Þórhallur Gíslason og Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, afhjúpa skjöldinn
Þórhallur Gíslason og Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, afhjúpa skjöldinn
Skjöldurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn í Þekkingarsetri Suðurnesja, þar sem hann verður varðveittur og til sýnis. Margir aflakóngar Sandgerðisbæjar frá fyrri tíð voru viðstaddir athöfnina.
Aflakóngar

Þórhallur ásamt fjórum af börnum sínum
Þórhallur ásamt fjórum af börnum sínum

Skipstjórar