Fjölskylduratleikur í Þekkingarsetrinu

Krakkar í fjöruÍ sumar býður Þekkingarsetrið upp á skemmtilegan og spennandi ratleik sem hentar fyrir bæði börn og fullorðna. Ferðast er vítt og breitt um nágrenni setursins í Sandgerði og það eina sem þarf að hafa meðferðis er ökutæki og myndavél.

Við hvetjum alla til að koma og prófa þessa skemmtilegu nýjung! Þátttaka kostar aðeins 1.000 kr. á fjölskyldu eða hóp og aðgangur að sýningum Þekkingarsetursins er innifalinn. Þeir sem ná að ljúka ratleiknum fá glaðning!