Fimmti ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja

thumbnail_IMG_1883
Fimmti ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja var haldinn í gær. Auk hefðbundinna ársfundastarfa voru tvær áhugaverðar kynningar á dagskrá.
thumbnail_IMG_1882
Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetrinu, kynnti rannsóknaverkefnið Áhrif loftslagsbreytinga á farfuglastofna, sem unnið verður að hér á Suðurnesjum á næstu mánuðum.
Þá kynntu Sölvi og Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness nýtt fuglaskoðunarkort af Reykjanesi. Kortið er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins, Náttúrustofu Suðvesturlands, Reykjanes jarðvangs og Markaðsstofu Reykjaness og er stefnt að útgáfu þess á næstu mánuðum, bæði á prentuðu og rafrænu formi. Rafræna útgáfan verður aðgengileg á vefnum www.visitreykjanes.is

Bæði þessi verkefni voru styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.