Ófrýnilegur gestur í Þekkingarsetrinu!

Farm köngulóOkkur barst þessi glæsilega og sprelllifandi Farm könguló í morgun. Hún fannst á vörulager Pennans á Ásbrú og hefur borist til landsins með vörusendingu.

Farm köngulær bíta með eitri en það er ekki skaðlegt fólki. Næsti viðkomustaður þessarar er Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem hún verður rannsökuð og skráð sem 13. eintakið sem berst af tegundinni hingað til lands.