Ársfundur INTERACT í Varsjá

Fundurinn var haldinn í bænum Jablonna rétt við Varsjá í glæsilegri höll.
Fundurinn var haldinn í bænum Jablonna rétt við Varsjá í glæsilegri höll.

Fyrr í mánuðinum fóru forstöðumenn Þekkingarsetursins og Náttúrustofu Suðvesturlands á ársfund INTERACT sem Þekkingarsetrið og stoðstofnanir þess eru aðili að. INTERACT er net rannsóknastöðva á arktískum og fjalllendum svæðum á norðurhveli jarðar (http://www.eu-interact.org/).
Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, undirbýr sig fyrir fundinn.
Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, undirbýr sig fyrir fundinn.

Rannsóknastöðvarnar sem eiga aðild að INTERACT eru orðnar 76 talsins og eru tvær hér á landi til viðbótar við Þekkingarsetrið, Litla Skarð í Borgarfirði og Rif á Melrakkasléttu.
Terry Callaghan og Margareta Johansson stýra INTERACT.
Terry Callaghan og Margareta Johansson stýra INTERACT.

Uppbygging og þróun INTERACT er styrkt af Evrópusambandinu og er um þessar mundir unnið að umsókn um áframhaldandi styrk til frekari uppbyggingar netsins sem er mjög öflugt og býður upp á marga spennandi möguleika fyrir Þekkingarsetrið og stoðstofnanir þess.

Fulltrúar íslensku rannsóknastöðvanna samankomnir: Hlynur Óskarsson fyrir Litla Skarð, Jónína Þorláksdóttir fyrir Rif, Hanna María Kristjánsdóttir fyrir Þekkingarsetur Suðurnesja og Sindri Gíslason fyrir Náttúrustofu Suðvesturlands.
Fulltrúar íslensku rannsóknastöðvanna samankomnir: Hlynur Óskarsson fyrir Litla Skarð, Jónína Þorláksdóttir fyrir Rif, Hanna María Kristjánsdóttir fyrir Þekkingarsetur Suðurnesja og Sindri Gíslason fyrir Náttúrustofu Suðvesturlands.