Fyrr í mánuðinum fóru forstöðumenn Þekkingarsetursins og Náttúrustofu Suðvesturlands á ársfund INTERACT sem Þekkingarsetrið og stoðstofnanir þess eru aðili að. INTERACT er net rannsóknastöðva á arktískum og fjalllendum svæðum á norðurhveli jarðar (http://www.eu-interact.org/).
Rannsóknastöðvarnar sem eiga aðild að INTERACT eru orðnar 76 talsins og eru tvær hér á landi til viðbótar við Þekkingarsetrið, Litla Skarð í Borgarfirði og Rif á Melrakkasléttu.
Uppbygging og þróun INTERACT er styrkt af Evrópusambandinu og er um þessar mundir unnið að umsókn um áframhaldandi styrk til frekari uppbyggingar netsins sem er mjög öflugt og býður upp á marga spennandi möguleika fyrir Þekkingarsetrið og stoðstofnanir þess.