Vestnorræna ráðið í heimsókn í Þekkingarsetrinu

Við hjá Þekkingarsetrinu, Náttúrustofu Suðvesturlands og Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum fengum hóp góðra gesta til okkar í gær. Þar var á ferð Vestnorræna ráðið sem heldur árlegu þemaráðstefnu sína í Grindavík um þessar mundir.

P1010049

Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þinga og ríkisstjórna Færeyja, Grænlands og Íslands og eru 6 fulltrúar frá hverju landi í hópnum. Fjórir af sex fulltrúum Íslands koma úr Suðurkjördæmi og voru þau Oddný Harðardóttir, Páll Jóhann Pálsson, Páll Valur Björnsson og Unnur Brá Konráðsdóttir meðal gesta í gær.

P1010051

Heimsóknin var mjög vel heppnuð og gestirnir sérstaklega áhugasamir um starfsemi stofnananna á Garðveginum.

P1010057