Tjaldarannsóknir í Iceland Review

 

Í nýjasta tölublaði Iceland Review má lesa stórfenglega umfjöllun um rannsóknir Sölva Rúnars Vignissonar, líffræðings hjá Þekkingarsetri Suðurnesja á fuglategundinni  Haematopus ostralegus (tjaldi).

Sölvi hefur um árabil rannsakað ferðalög, heilsu og hagi þessa áhugaverða fugls og hefur skapast mikil umræða um tjaldinn og farfugla á Suðurnesjum í kjölfarið.

Tímaritið Iceland Reveiw fylgdi Sölva eftir ásamt ljósmyndara fyrr í sumar og náðust vægast sagt fallegar myndir til að fylgja þessari áhugaverðu frásögn.

 

 

Greinina, sem kallast “To Catch An Oystercatcher” má lesa í heild sinni hér