Þekkingasetrinu færð vegleg gjöf

Þekkingasetrinu var færð vegleg gjöf í gær, 16. september, í tilefni þess að 78 ár eru liðin frá frá strandi franska hafrannsóknaskipsins Pourquoi-Pas? við Mýrar árið 1936. Gjöfina, sem er áttaviti úr Pourquoi-Pas? sem var meðal þeirra gripa sem fundust eftir strandið, gaf sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller.

20140917_101719

Áttavitinn sem notaður var af Dr. Charcot á ferðum sínum, var áður í eigu dótturdóttur hans, frú Anne-Marie Charcot, til ársins 2013 þegar hún gaf Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi hann. Sendiherrann ákvað að áttavitinn væri best geymdur á sýningunni “Heimskautin heilla” og mun hann því bætast í safn merkilegra hluta sem hafðir eru til sýnis í sýningarsölum Þekkingarsetursins

Þekkingarsetrið þakkar Marc Bouteiller kærlega fyrir gjöfina og sýnda vinsemd í gegnum árin og hvetur áhugasama til að koma og skoða þessa merkilegu viðbót við sýninguna.

IMG_2799

IMG_2807

IMG_2796 (1)