Föstudaginn 3. febrúar sl. voru afhentir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir starfsárið 2023.
Fallegur óperusöngur hljómaði og veglegar veitingar voru færðar fram í Hljómahöll en alls hlutu 40 verkefni styrk úr sjóðnum.
Þekkingarsetrið hlaut styrk til framleiðslu á verkefni sínu Fróðleiksfúsi sem er gagnvirk og skemmtileg leið fyrir yngri gesti seturssins til að kynnast munum náttúrusýningarinnar okkar og náttúrunnar um kring.
Einnig hlaut Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum, sem starfar innan seturssins styrk til áframhaldandi rannsókna sinna á mengun sjávar á Suðurnesjum.
Óskum við öllum styrkhöfum innilega til hamingju og þökkum við kærlega fyrir okkur. Við hlökkum mikið til að þróa Fróðleiksfúsa áfram og sýna ykkur afrakstur þess á komandi misserum.
Sjáumst í setrinu!