Sölvi Rúnar í Víkurfréttum

Þann 16.febrúar sl. hélt líffræðingurinn og doktorsneminn Sölvi Rúnar Vignisson einstaklega áhugavert fræðsluerindi um ferðir farfuglanna og rannsóknir sínar þeim tengdum undanfarin ár.

Fræðsluerindið fór fram fyrir þéttsettnum náttúrusal Þekkingarseturs Suðurnesja og var haldið í samstarfi við Miðstöð símenntunnar á Suðurnesjum en Sölvi Rúnar starfar einmitt í Þekkingarsetri Suðurnesja við rannsóknir sínar á ýmsum far- og staðfuglum. Þá er Sölvi tíður ráðgjafi í ýmsu sem tengist fuglalífi á Suðurnesjum og má nefna sem dæmi byggingu á sérstöku fuglaskoðunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir stuttu.

Hægt er að lesa ítarlega umfjöllun um störf Sölva í nýjasta tölublaði Víkurfrétta  hér og sömuleiðis spila viðtal við hann sem birtist í nýja Suðurnesjamagasíni Víkufrétta.

Við þökkum Víkurfréttum fyrir frábæra umfjöllun um þessi mikilvægu og mögnuðu störf okkar manns og hvetjum áhugasama að líta við í setrið og virða fyrir sér ýmislegt eða jafnvel láta sjá sig næst þegar Sölvi Rúnar heldur slíkan fyrirlestur og fræðsluerindi.