Þekkingarsetrið á Mannamóti

IMG_0596
Þekkingarsetur Suðurnesja var einn níu aðila af Suðurnesjum sem tóku þátt í Mannamóti markaðsstofanna sem haldið var í gær í Reykjavík. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru í Reykjavík.

Þekkingarsetrið kynnti sýningarnar tvær sem í boði eru á Garðveginum auk þess sem fólk gat horft á nýja kynningarmyndbandið sem sýnir vel rannsóknaaðstöðu setursins og stoðstofnana þess.

Við minnum á að hópar geta heimsótt sýningarnar hvenær sem er skv. samkomulagi en annars er vetraropnunartíminn frá kl. 10-14 alla virka daga.