Þátttaka Þekkingarsetursins í Comeniusar verkefni

Fyrir miðri mynd eru verkefnisstjórar verkefnisins, Taina Peltonen og Guðjón Kristjánsson.
Fyrir miðri mynd eru verkefnisstjórar verkefnisins, Taina Peltonen og Guðjón Kristjánsson.

Þekkingarsetur Suðurnesja er aðili að samstarfsverkefni Sandgerðisbæjar með finnska sveitarfélaginu Mänttä-Vilppula, en verkefnið er styrkt af Comenius Regio hluta Menntaáætlunar ESB. Markmið verkefnisins er að tengja betur saman skóla og stofnanir sveitarfélaganna með sérstaka áherslu á náttúrufræði og listir. Grunnskólinn og leikskólinn í Sandgerði, Rannsóknasetur Hí á Suðurnesjum, Náttúrustofa Suðvesturlands og Listatorg eru þátttakendur í verkefninu auk Þekkingarsetursins.
Hátíðarhöld vegna 1. maí eru skýring grímubúninganna í þessum grunnskóla sem við heimsóttum.
Hátíðarhöld vegna 1. maí eru skýring grímubúninganna í þessum grunnskóla sem við heimsóttum.

Í lok apríl sl. var annar fundur verkefnisins haldinn og fóru þá fulltrúar stofnananna hér í bænum í heimsókn til Finnlands. Ferðin gekk mjög vel og voru vinnufundir árangursríkir. Við heimsóttum bæði grunn- og leikskóla, listasafn og nokkur gallerý. Hópnum var einnig boðið í íslenska sendiráðið í Helsinki og til bæjarstjóra sveitarfélagsins Mänttä-Vilppula. Verkefnið er til tveggja ára og lýkur sumarið 2015. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Bæjarstjóri Mänttä-Vilppula ásamt Guðjóni Kristjánssyni  frá Sandgerðisbæ.
Bæjarstjóri Mänttä-Vilppula ásamt Guðjóni Kristjánssyni frá Sandgerðisbæ.