Starfsnám í Manchester Museum

Síðustu þrjú ár hefur Berglind Gréta Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur og meistaranemi í safnafræði við Háskóla Íslands, starfað í Þekkingarsetrinu á sumrin við móttöku gesta á sýningarnar, munaskráningu og fleira.

Í sumar er hún ekki hjá okkur heldur í starfsnámi í Manchester Museum, í plöntudeildinni. Þekkingarsetrið komst í samband við safnið fyrir nokkrum árum þegar forstöðumenn plöntudeildarinnar komu í heimsókn til okkar og því var lítið mál fyrir Berglindi að komast í starfsnám á þetta glæsilega safn sem er í eigu Háskólans í Manchester.

rhododendron-falconeri

Eitt af fjölbreyttum verkefnum sem hún vinnur að á safninu er að vinna með gömul plöntusýni, skola þau, skrá og undirbúa til geymslu. Hér er hægt að lesa nánar um verkefni Berglindar.

Og enn meira hérna.