Starfsgreinakynning SSS fór fram 5.október sl.

Starfsgreinakynning SSS fór fram þann 5.október sl. í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut. Þar kynntust nemendur 8. og 10.bekkja allra grunnskóla á Suðurnesjunum yfir 100 starfsgreinum með það fyrir augum að víkka sjóndeildarhring þeirra þegar út á vinnumarkaðinn verði farið.

Við þökkum öllum sem að komu kærlega fyrir en Þekkingarsetrið sér um skipulag og verkefnastjórnun á starfsgreinakynningunni sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012