Síðustu vikur hefur verið sérstaklega mikið líf og fjör í Þekkingarsetrinu en tæplega 1.200 nemendur leik- og grunnskóla af höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa heimsótt setrið í vorferðum sínum. Nánast allir hóparnir fengu blíðskaparveður sem gerði ferðirnar enn betri.
Krakkarnir byrjuðu á að fara í fjöruna á Garðskaga að leita að lífverum sem þeir komu með í Þekkingarsetrið til að skoða betur. Hér var svo farið í leiki og lesin saga um líf Jean-Baptiste Charcot.
Mikil ánægja var með heimsóknirnar og stóðu nemendurnir sig frábærlega! Við erum strax farin að hlakka til skólaheimsókna næsta árs.