Sæmundarskóli í Þekkingarsetrinu

Þessi flotti hópur úr Sæmundarskóla heimsótti Þekkingarsetrið í dag í blíðskaparveðri. sept 2014 004Krakkarnir byrjuðu á fjöruferð við Garðskaga þar sem ýmsu forvitnilegu var safnað, sem þau svo skoðuðu í víðsjá í Þekkingarsetrinu. Nemendurnir fengu fræðslu um þau dýr og muni sem er að finna á sýningunum og grilluðu svo pylsur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu krakkarnir sér konunglega.

sept2014 383sept2014 385
sept2014 378