Ný vefsíða um Jean-Baptiste Charcot

Opnuð hefur verið vefsíða, www.charcot.is,  um franska lækninn, leiðangursstjórann og heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot (1867 – 1936).  Leiðangrar rannsóknaskipsins Pourquoi pas? voru hágæða rannsóknaleiðangrar í Suður- og Norðurhöfum á fyrri hluta síðustu aldar, þar sem fjölda sýna var aflað. Niðurstöður þeirra rannsókna birtust í fjölmörgum tímaritsgreinum og bókum. Charcot og áhöfn hans á rannsóknaskipinu Pourquoi-pas? voru því nánast í samskonar rannsóknum eins og kennarar og nemendur við Háskóla Ísland eru í dag.

Charcot-vu-par-Marin-Marie2-825x510

Það er því við hæfi að minnast þessa merkilega manns, áhafnar hans og rannsóknaskipsins Pourquoi pas?, sem fórst við Íslandsstrendur, með fjölbreytilegum hætti, m.a. með þessari heimasíðu. Charcot er góð fyrirmynd ungra vísindamanna sem eru að hefja feril sinn við sjávarrannsóknir.Vefsíðan er hluti af  Charcot-verkefninu sem var hleypt af stokkunum árið 2005, en þá hófst undirbúningur viðburða í tilefni af því að árið 2006 voru sjötíu ár liðin frá því franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst við stendur Íslands. Þá var haldin ráðstefna um Charcot í Háskóla Íslands, í ársbyrjun 2007 var viðamikil sýning um hann og leiðangra hans opnuð í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði.Síðan hafa fyrirlestrar um Charcot og vísindalega arfleifð verið haldnir árlega í samstarfi Háskóla Íslands og Alliance française í Reykjavík. Meðal fyrirlesara má nefna Jean-Christophe Victor, frá frönsku Heimskautastofnuninni og Anne-Marie Vallin-Charcot, dótturdóttur Charcots.