Þessi misserin er markvisst unnið að stofnun FabLab á Suðurnesjum.
Þekkingarsetur Suðurnesja tekur þátt í þeirri vinnu sem hluti af undirbúningshóp á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).
Í gærdag fór undirbúningshópurinn í heimsókn í FabLab Reykjavik, sem staðsett er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er stærsta FabLab á landinu.
Þar mátti sjá margvísleg töfratæki og tól til ómældrar sköpunar og hönnunarvinnu, svo eitthvað sé nefnt og gaf þessi heimsókn undirbúningshópnum byr undir báða vængi í sinni vinnu að koma FabLab á Suðurnesjum á laggirnar.
Við þökkum frábærar móttökur og deilum hér nokkrum myndum af heimsókninni.
Hér má svo gægjast betur inn í undraheim FabLab útibúa landsins. Hlökkum við til að verða brátt á þeim lista.