Fulltrúar Þekkingarsetursins og Náttúrustofu Suðvesturlands, þau Sölvi Rúnar Vignisson og Sunna Björk Ragnarsdóttir, sóttu í vikunni lokafund alþjóðlegs nets rannsóknastöðva á norðlægum slóðum, INTERACT, sem haldinn var í Hvalsö í Danmörku. Þar fengu þau að kynnast starfsemi INTERACT sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að virku samstarfi stofnana með það að leiðarljósi að rannsaka, skilja og spá fyrir um þær breytingar sem eru að eiga sér stað á norðurslóðum.