Frumkvöðlahraðall HÍ fyrir konur

Við vekjum athygli á því að opið sé fyrir umsóknir um frumkvöðlahraðalinn AWE – fyrir konur. Umsóknarfrestur er til 6. janúar nk.

Nánar má lesa um hraðalinn á vef HÍ, https://www.hi.is/frettir/taktu_thatt_i_awe_frumkvodlahradlinum_fyrir_konur

Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar af landinu og með fjölbreyttan bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru á Teams en einnig verður staðlota á Hvanneyri og heimsókn í fyrirtæki undir forystu kvenna á Suðurnesjum. Við vekjum athygli á því að ferðastyrkir eru í boði fyrir konur af landsbyggðinni sem taka þátt

Hægt er að skrá sig til þátttöku á vef hraðalsins, https://awe.hi.is/ .