Þessir frönsku kvikmyndagerðamenn heimsóttu Þekkingarsetrið nú á dögunum og voru leiddir um sýningarnar af Reyni Sveinssyni, starfsmanni setursins. Þeir eru á ferð um landið í leit að skemmtilegum og áhugaverðum stöðum og þeir fundu svo sannarlega einn slíkan í Sandgerði.