Nú fer að styttast í fyrsta námskeið Þekkingarsetursins í samstarfi við MSS á vorönn 2015. Um er að ræða fyrirlestur og vettvangsferð með Ragnheiði Traustadóttur, fornleifafræðingi, sem mun kynna fornleifar og sögu á Suðurnesjum. Ragnheiður hefur víðtæka reynslu á sviði fornleifafræði og hefur haldið mörg námskeið fyrir almenning.
Spennandi námskeið fyrir þá sem vilja fræðast meira um nærumhverfi sitt og sögu þess.
Skráning er hafin á heimasíðu MSS.