Fjölmennt á opnunardegi nýrrar sýningar Þekkingarsetursins

Þekkingarsetrið vill þakka þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína í setrið á sunnudaginn vegna opnunar sýningarinnar Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna fyrir einkar ánægjulegan dag.

Allar sýningar Þekkingarsetursins eru opnar almenningi alla virka daga á milli kl 10:00 og 14:00 og minnt er á sveigjanlega opnunartíma sem eru í boði fyrir hópa.

IMG_4202

Aðstandendur sýningarinnar: Katrín Þorvaldsdóttir listakona með meiru, Reynir Sveinson sem sá um lausnir allra tæknilegra vandamála, Eydís Mary Jónsdóttir textasmiður og Júlíus Viggó Ólafsson tónhöfundur. Á myndina vantar einnig Lúðvík Ásgeirsson sem sá um grafíska uppsetningu texta sýningarinnar.

IMG_4194

Katrín Þorvaldsdóttir ræðir við gesti sýningarinnar.

IMG_4193

Tæplega 200 manns mættu á opnunardaginn.

IMG_4205

Hér má sjá afmælisbarn dagsins, Tómas Knútsson náttúruverndarmann með meiru sem hefur helgað stóran hluta ævi sinnar hreinsunar strandlengju Íslands, ásamt Ásmundi Friðrikssyni alþingismaður.

IMG_4210

Katrín Þorvaldsdóttir hélt fallega ræðu í tilefni opnunarinnar þar sem hún m.a. tileinkaði komandi kynslóðum sýninguna.

IMG_4214

Júlíus Viggó töfraði gesti sýningarinnar með einstaklega fallegum söng, við undirleik föður síns, Ólafi Þór Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og stjórnarformanns Þekkingarsetursins.

IMG_4215

Mikið var um börn og fjölskyldufólk á opnuninni, enda er Þekkingarsetrið einstaklega fjölskylduvænn staður heim að sækja.

IMG_4217

Gestir sýningarinnar að hlusta á Júlíus syngja