Opið verður í Þekkingarsetrinu sunnudaginn 22. mars milli kl 13:00-17:00 í tilefni opnunar fræðslu- og listasýningar Katrínar Þorvaldsdóttur og Eydísar Mary Jónsdóttur Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna.
Sýningin er bæði fræðslu- og listasýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. Sýningin mun standa í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði og er texti sýningarinnar bæði á íslensku og ensku.
Ókeypir aðgangur og allir hjartanlega velkomnir