Undanfarið hefur gríðarlegur fjöldi fugla fundist dauður í fjörum víðsvegar um land. Mikið erum að lundar og ritur finnist dauðar í Faxaflóa og vekur það undrun og furðu sérfræðinga þegar raunin er að ákveðnar fuglategundir finnist jafnvel dauðar utan þess svæðis sem þær halda sig eða verpa á.
Vegna þessa var fuglafræðingur Þekkingarseturs Suðurnesja, Sölvi Rúnar Vignisson, tekinn tali vegna málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi en þar lýsir hann áhyggjum sínum af þessu og kafar ofan í saumana. Viðurkennir Sölvi að hann hafi aldrei séð svona mikinn fjölda dauðra fugla á þessum árstíma áður.
Þriðjudaginn 2.maí nk. opna sýningar Þekkingarsetursins að nýju fyrir almenning.
Jörundur Svavarsson, Sophie Jacob og Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands
Sýningarnar trekkja árlega að alþjóðlega blöndu gesta á öllum aldri en á sýningunum er að finna ýmislegt sem kætir hug og hjörtu ungra sem aldna.
Nýjum sýningarmunum hefur þá verið bætt við sýninguna Heimskautin heilla, sem segir frá lífi, starfi og örlögum franska skipstjórans Jean-Baptiste Charcot og rannsóknarskipsins Pourquoi-Pas? en það var barnabarnabarnabarn Charcot sem færði sýningunni nýja muni í mars sl. við hátíðlega athöfn.
Nature Gallery
Náttúrugripasýning okkar, sem hefur verið staðsett í húsinu í nær 30 ár eflist einnig við hvert ár og vinnum við nú að gagnvirka fræðsluleiknum Fróðleiksfúsi sem verður komið þar fyrir á þessu ári en verkefnið hefur hlotið styrk frá bæði Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Menningarsjóði Suðurnesjabæjar og er vinna í fullum gangi. Auk þess hafa ýmsir fiskar og ótal fuglaegg bæst við safnið að undanförnu.
Þangálfarnir heilsa svo gestum á jarðhæðinni þar sem sýningin Huldir heimar hafsins tekur völdin.
Sumarið okkar hér í setrinu hefst sannarlega með opnuninni og heimsóknum skólahópa í maí og júní en árlega tekur Þekkingarsetrið á móti um þúsund börnum á vordögum frá ýmsum löndum en mest megnis Íslandi.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur sýningar Þekkingarseturs hér á heimasíðu okkar og hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Menningarstyrkir Suðurnesjabæjar voru afhentir við hátíðlega athöfn í setrinu okkar í vikunni og vorum við svo lánsöm að hljóta styrk vegna kynningar- og markaðsherferðar á verkefni okkar FRÓÐLEIKSFÚSI sem einnig hlut veglegan styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir skömmu.
Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum öllum styrkhöfum innilega til hamingju og þökkum innlitið. Við hlökkum svo mikið til að fræða ykkur nánar um verkefnið okkar: Fróðleiksfúsi, sem er nú í fullri vinnslu.