Sumarið komið í Þekkingarsetrinu


Nú er sumarið komið í Þekkingarsetrinu en það byrjar ávallt með heimsóknum skólahópa. Í gær kom mjög áhugasamur útskriftarhópur frá leikskólanum Gimli sem dæmi en það verða alls 18 skólar sem heimsækja okkur næstu vikurnar.

Sumaropnun sýninga er hafin og eru þær opnar alla virka daga frá kl. 10-16 og frá kl. 13-17 um helgar.