Vetrarfuglatalningar NÍ

Vetrarfuglatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands er ein elsta og lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi, og hefur Þekkingarsetrið lagt þeim lið síðustu ár. Talningarnar eru á föstum dögum í kringum áramót og er markmið þeirra að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetrinu gengur og telur tvö snið sem ná frá Hvalsnesi að höfninni í Garði. Þetta svæði er ríkt af fuglalífi þar sem margir fuglar nýta fjörur og sjóinn í kringum Rosmhvalanesið. Þessi litli Hafryðill hefur fokið upp á land í síðustu lægðum en hann var hress og kátur með að komast aftur í sjóinn. Haftyrðillinn er minnsti svartfuglinn var eitt sinn íslenskur varpfugl en síðasta staðfesta varpið hér við land 1993. Hann verpur á norðlægari slóðum og sést reglulega allt í kringum landið.

 

Þessi lóuþræll var litmerktur við rannsóknir Þekkingarsetursins í sumar í Friðlandinu í Flóa. Endurheimtur íslenskra Lóuþræla eru sjaldgæfar en þetta er í fyrsta sinn sem litmerktur einstaklingur sést erlendis. Hann sást af Hollenskum fuglafræðinum sem voru við rannsóknir við Banc d’arguin í Máritaníu. Hér sést hann litmerkur síðasta sumar.

 

Safnahelgi á Suðurnesjum

Næsta helgi, 16. og 17. október, er Safnahelgi á Suðurnesjum og verður ókeypis aðgangur að sýningum Þekkingarsetursins frá kl. 13-17 bæði laugardag og sunnudag. Hér getið þið lesið meira um dagskrá helgarinnar.

 

 

Sumarstarf hjá Þekkingarsetri Suðurnesja

Þekkingarsetur
Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar frá og með 3. júní til og með 30. ágúst. Sóst er eftir háskólanema í náttúrufræðum eða hugvísindum og æskilegt er að hann sé búsettur á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af þjónustustörfum, mikla þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og góða íslensku- og enskukunnáttu.
Starfið felur í sér umsjón með sýningum Þekkingarsetursins og móttöku gesta, textaskrif, þrif og önnur tilfallandi verkefni. Gert er ráð fyrir einhverri helgarvinnu.

Starfsumsókn ásamt ferilskrá skal senda með tölvupósti fyrir 12. mars 2013. Frekari upplýsingar um starfið má fá hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Þekkingarsetursins, í síma 423-7555.