Ársfundur þekkingarsetra haldinn á Suðurnesjum

P1000254
Þekkingarsetur og sambærilegar stofnanir er að finna víðsvegar um landið. Það elsta var stofnað árið 2003 á Húsavík, Þekkingarnet Austurlands, og síðan bættust þau við eitt af öðru á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Þekkingarsetur Suðurnesja er í hópi yngstu setranna ásamt Þekkingarsetrinu á Blönduósi og Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Setrin eru orðin átta talsins.

Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands
Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands

Setrin hafa nú myndað samstarfsgrundvöll og var fyrsti ársfundur þekkingarsetra og sambærilegra stofnana haldinn 13. febrúar síðastliðinn í Þekkingarsetri Suðurnesja.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Þar fengu menn meðal annars að kynnast starfsemi hvers seturs fyrir sig, sérstaklega með tilliti til rannsóknastarfs. Þá var farin skoðunarferð um Þekkingarsetur Suðurnesja.

Fundurinn var bæði skemmtilegur og gagnlegur og verður endurtekinn að ári í Þekkingarsetrinu á Blönduósi.

Grjótkrabbi til sýnis
Grjótkrabbi til sýnis