Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram nú um helgina, 9.-10. mars og mun Þekkingarsetrið taka þátt í henni. Sýningarnar verða opnar frá kl. 13-17 báða dagana og ókeypis aðgangur. Þar verður margt spennandi að skoða að vanda og hvetjum við alla til að kíkja í heimsókn.
Hér má lesa nánar um dagskrá Safnahelgarinnar.