Páskaeggjaleit fyrir börn í Þekkingarsetrinu

Boðið verður upp á páskaeggjaleit fyrir gesti Þekkingarsetursins þriðjudaginn 31. mars. Páskaeggjaleitin verður ræst kl 16:30 og er meginreglan sú að fyrstur kemur, fyrstur fær. Í sýningarsölum sýningarinnar Heimskautin heilla verður sérstakt leitarsvæði fyrir yngri börnin.

Easter-Eggs

Ekkert þátttökugjald er í páskaeggjaleitinni en gestir borga aðgangseyri inn á sýningarnar

Fullorðnir: 600 kr.

Börn (6-15 ára): 300 kr.

Eldri borgarar: 400 kr.

 

Heimsókn í Þekkingarsetrið er skemmtileg og fróðleg fjölskylduskemmtun.