IceAGE rannsóknaleiðangurinn

P1000008
Mikið er um að vera þessa dagana hjá okkur í Þekkingarsetrinu. Síðan 4. ágúst hafa 14 vísindamenn frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Noregi dvalið hjá okkur við rannsóknir.

Hér er hópurinn ásamt Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Þekkingarsetursins og Jörundi Svavarssyni, prófessor hjá Háskóla Íslands, en hann hefur unnið mikið með hópnum.
Hér er hópurinn ásamt Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Þekkingarsetursins og Jörundi Svavarssyni, prófessor hjá Háskóla Íslands, en hann hefur unnið mikið með hópnum.

Vinnan er hluti af rannsóknarverkefninu IceAGE og leiðangri þýska rannsóknaskipsins Poseidon. Áður en hópurinn kom til okkar hafði hann verið á sjó í tvær vikur að kanna borndýralíf í kringum Ísland og Færeyjar. Sýnum var safnað úr hafinu og þau svo flutt í Þekkingarsetrið þar sem vísindamennirnir rannsaka þau og greina.
P1000010
Rannsóknaleiðangurinn var vel heppnaður, sýnin forvitnileg og hópurinn ánægður með aðstöðuna í Þekkingarsetrinu.
P1000005