Heimskautin heilla

Í Þekkingarsetrinu er að finna einstaka sýningu um líf og starf franska heimskautafarans, leiðangurstjórans og læknisins Jean-Baptiste Charcot sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Charcot stýrði fjölmörgum vísindaleiðöngrum um norðurslóðir og suðurskautið á skipi sínu, Pourquoi Pas?, sem var sérútbúið rannsóknarskip.  Í ferðum þess voru gerðar margvíslegar vísindarannsóknir sem þykja stórmerkar enn þann dag í dag.

IMG_1505

Þann 16. september 1936 lenti Pourquoi pas? í miklu og óvæntu óveðri og fórst á Hnokka út af Álftanesi á Mýrum. Alls létust 40 manns, 23 fundust látnir, 17 var saknað og fundust aldrei, en einungis einn áhafnarmeðlimur komst lífs af.

í þessu myndbandi má sjá hvernig Pourquoi Pas? lítur út í dag, 79 árum síðar.