Uppbyggingarsjóður styrkir rannsóknir á hvölum

Mynd: Víkurfréttir

Þekkingarsetur Suðurnesja hlaut öflugan og mikilvægan styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja á dögunum vegna rannsóknar-verkefnisins Hvar eru hvalirnir? sem mikið mun fara fyrir næstu misserin.

Oddný Kristrún, stjórnarformaður Þekkingarseturs Suðurnesja

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, stjórnarformaður Þekkingarseturs Suðurnesja, tók við veittum styrk en afhending styrkja fór fram í Hljómahöll þann 21. nóvember sl. Alls hlutu 43 verkefni styrk til uppbyggingar á sviðum menninga og lista, nýsköpunar og atvinnuþróunar, auk ýmissa samfélagsverkefna á Suðurnesjum.

Þekkingarsetrið þakkar kærlega styrkinn og við hlökkum til að kynna komandi verkefni út á við.

Víkurfréttir 

Fleiri myndir og listi yfir úthlutanir þetta árið