Lóan er komin!

Við vekjum athygli á að umsóknir í Lóu-nýsköpunarsjóð eru opnar þessa dagana.

Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið hér

 

 

Þekkingarsetrið hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði

Daníel Hjálmtýsson, verkefnastjóri ÞS tók við styrknum við hátíðlega athöfn í Hljómahöll þann 17.janúar sl. 

Árið fer vel af stað í Þekkingarsetri Suðurnesja en nú nýverið hlaut setrið styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ þann 17. janúar sl.

Þekkingarsetrið hlaut alls 1,5 m.kr. til að koma verkefninu af stað en verkefnið og aðstaðan verður kynnt innan sem utan allra háskóla á Íslandi á komandi misserum. Þekkingarsetur Suðurnesja hefur til margra ára verið leiðandi í fræðslu til skólahópa á öllum skólastigum í verklegri sem og bóklegri kennslu á sviði náttúruvísinda.

Markmið Háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja er að auka áherslu á þjónustu við háskólanema á Suðurnesjum, bæði hvað varðar námsaðstöðu en einnig nýjar leiðir í vettvangsnámi sem háskólar landsins geta nýtt fyrir framhaldsnema í náttúrufræðum og tengdum greinum.

Við hlökkum til að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjónustu og hvetjum alla íbúa Suðurnesja, sem og aðra að kynna sér háskólanám sem í boði er á landinu. Af nægu er að taka.

 

Rjúpur koma sér fyrir í Grindavík

Mynd úr safni (Sölvi Rúnar Vignisson tók)

Undanfarin misseri hefur fuglalíf í Grindavík og nágrenni tekið stakkaskiptum. Fjölbreyttar tegundir sjást í mun meira mæli en áður og á fjölbreyttari stöðum. Í Sölvi Rúnar Vignisson, líf- og fuglafræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja var tekin tali á RÚV, þar sem hann ræðir ástæður sem liggja að baki þessari miklu breytingu en rjúpur hafa einnig sést í auknu mæli í nágrenni Þekkingarseturs Suðurnesja. Fréttina má lesa hér 

Sölvi Rúnar við störf sín