Tálgun fyrir byrjendur


Event Details


Kennt verður að meðhöndla tálgunarhníf á öruggan máta einföld verkefni verða í boði svo sem að gera smjörhníf eða salat áhöld. Farið verður yfir hvaða hráefni sem hægt er að nota og fjallað um meðhöndlun þess og hirðingu einnig um brýningu verkfæra.
Ef að þátttakendur eiga hníf eða efni sem þeir vilja tálga er þeim velkomið að koma með það með sér.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum en kennsla fer fram hjá Þekkingarsetri Suðurnesja Garðvegi 1 Sandgerði frá kl. 18:00 til 22:00.

Leiðbeinandi er Bjarni Kristjánsson.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 8 manns

Skráning fer fram hérna: http://www.mss.is/namskeid/nam/tomstundanamskeid/12/tal-byr/2364