Silfurnámskeið – Sandsteypa


Event Details


Þekkingarsetur Suðurnesja mun í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þorgrím Kolbeinsson halda námskeið í silfur-sandsteypu:

3. og 4. nóvember frá kl. 19:30-21:30

Sandsteypa er kjörin leið til að framleiða einfaldari gripi og hefur mannkynið notast við þessa aðferð frá bronsöld og hafa yfir 30 tonna styttur verið steyptar með þessari aðferð. Á námskeiðinu munu þáttakendur fá að hanna og smíða hálsmen í vax sem þeir síðan taka mót af í sérstökum sandi. Svo munum við bræða silfur og hella í mótin, hreinsa og fægja. Loks fá þáttakendur að taka menið með sér heim. Námskeiðið hentar öllum og ekki er þörf á sérstakri kunnáttu, bara mæta með góða skapið.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Kennari: Þorgrímur Kolbeinsson.

Verð: kr.

Innifalið: Allt efni, nema hálskeðjur hægt verður að kaupa sér.

Lágmarksfjöldi 5 manns. Hámarksfjöldi er 10 manns.

Skráning hér