Opinn dagur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja á Sandgerðisdögum – Laugardaginn 31. ágúst.
Alla helgina verða lifandi sjávardýr til sýnis sem gestir geta skoðað í návígi og jafnvel fengið að halda á ef þeir þora!
Kl. 13:00 – Grillaðar pylsur í boði Þekkingarsetursins. Fyrstir koma, fyrstir fá!
Kl. 15:00 – Sjávardýrunum gefið að borða.
Boðið verður upp á skoðunarferðir um húsnæði setursins allan daginn, þar með talið rannsóknaaðstöðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrustofu Suðvesturlands.