Námskeið í gæsaflautun


Event Details


Þekkingarsetur Suðurnesja mun í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Kjartan Lorange halda námskeið í gæsaflautun:

Miðvikudaginn 17. september frá kl. 19:30-22:00 

Farið verður í grunnatriði sem snúa að því að blása í gæsaflautur af ýmsum mismunandi gerðum. Einnig verður farið yfir flautur þeirra sem á námskeiðinu verða til að athuga hvort þær séu í lagi. Nemendur taki með sér flautur. Mælt er með Zink Grágæsa og Zink Heiðagæsaflautum til notkunar og æfinga á námskeiðinu.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

 

Skráning hér

Kennari: Kjartan Lorange.

Verð: 2000

Hámarksfjöldi 20 manns

Lágmarksfjöldi 8 manns