Kræklingatínsla á vegum Ferðafélags barnanna og Háskóla Íslands.
Kræklingur er herramannsmatur en það þarf að kunna á hann, vita hvenær má tína hann og hvernig á að elda hann. Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, fræða þátttakendur og töfra fram veislu í fjörunni í Hvalfirði.
Þátttakendur mæti í stígvélum, með ílát fyrir kræklinginn og gjarnan með hlýja vettlinga og góða gúmmíhanska.
Brottfararstaður: Kl. 11:00 á einkabílum við Öskju, náttúrufræðahús Háskóla Íslands.
Áður en ekið er af stað upp í Hvalfjörð verður hálftíma fræðsla í Öskju.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.