Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig maður tínir, þurrkar og geymir íslenskar lækningajurtir. Fjallað verður um algengustu íslensku jurtirnar, virk efni í jurtum og hvaða áhrif þau hafa. Þá verður farið í notkun þeirra í daglegu lífi og þátttakendum kennt að búa til te, seyði, tinktúru og hóstasaft.
Þátttakendur fá vegleg námsgögn um lækningajurtirnar og áhrif þeirra ásamt fjölda uppskrifta að heilsueflandi jurtateum.
Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði frá kl. 20:00 – 21:30.
Kennari: Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir
Verð: 4.000 kr. Vegleg námsgögn eru innifalin.
Skráning fer fram hérna: