Hvert fara kjóarnir?


Event Details


Kjóinn er einn af einkennisfuglum Suðurnesja og einn af okkar áhugaverðustu farfuglum enda far hans eitt af þeim allra lengstu nokkurrar tegundar. Kjóinn hefur oft haft slæmt orð á sér fyrir að ræna ungum og eggjum annarra fugla en þegar hann er skoðaður í réttu ljósi sést hve ótrúlegt lífshlaup hvers einstaklings er. Þekkingarsetur Suðurnesja og Háskóli Íslands hafa stundað rannsóknir á farháttum kjóa frá árinu 2013. Í þessum fyrirlestri mun Sölvi Rúnar Vignisson kynna líf- og farhætti íslenska kjóans en fyrir þessa rannsókn var hið ótrúlega far hans lítið þekkt.

Posted in