Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna


Event Details


Á alþjóðlegum degi vatnsins, sunnudaginn 22. mars, munu Katrín Þorvaldsdóttir og Eydís Mary Jónsdóttir opna sýningu sína Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði.

Sýningin er bæði fræðslu- og listasýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. Sýningin mun standa í Þekkingarsetrinu um ókomin ár og er texti sýningarinnar bæði á íslensku og ensku.

boðskort_katrín3

Katrín Þorvaldsdóttir er menntuð brúðu- og grímugerðarkona og hefur m.a. unnið að sviðsmynda- og búningagerð fyrir leikhús. Síðustu 30 ár hefur Katrín unnið með þara sem efnivið í listsköpun sinni og lífheimur hafsins hefur verið henni uppspretta sköpunar.

Eydís er land- og umhverfisfræðingur með brennandi áhuga á þara og fjörulífi hverskonar.

 

Allir velkomnir