Fornleifar og saga á Suðurnesjum. Námskeið um fornleifaskráningu.


Event Details


Tímabil: Fimmtudaginn 26. febrúar frá kl. 19:30-21:00 og laugardaginn 28. febrúar frá klukkan 13:00-16:00

Lýsing: Námskeiðið um fornleifar og sögu á Suðurnesjum felur í sér að farið
verði yfir hvað fornleifar eru, hvernig fornleifar eru skráðar og
hvaða minjar er að finna á svæðinu. Kynntar verða aðferðir og staðlar
varðandi skráningu fornleifa á vettvangi. Til umfjöllunar verða einkum
þættir er lúta að minjum, sögu og þjóðháttum, auk aðferða til miðlunar
á menningararfinum fyrir almenning og ferðafólk.

Lauslega verður farið yfir menningararfinn sem aðdráttarafl og nýtingu
hans í ferðaþjónustu. Gerð verður grein fyrir menningarlandslagi og
minjaheildum auk laga og sáttmála sem eru í gildi um íslenskan
menningararf og starfsemi stofnana á sviði minjavörslu.

Námskeiðið er tvíþætt, fyrirlestur og vettvangsferð. Fyrirlesturinn
tekur 2 klukkustundir og vettvangsferðin u.þ.b. 3 klukkustundir.

Námskeiðið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Kennari: Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur.

Verð: 2.000

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 13