Garðvegur 1 – Arfur breyttrar verkmenningar
Garðvegur 1 hefur mikla sögu að geyma og árið 2015 var sú saga tekin saman í orði og myndum af þeim Reyni Sveinssyni og Eydísi Mary Jónsdóttur, fyrrum starfsfólki Þekkingarseturs Suðurnesja en flestar ljósmyndirnar eru úr eigu Reynis Sveinssonar og föður hans Sveins Aðalsteins Gíslasonar.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja styrkti gerð sýningarinnar sem nú má virða fyrir sér hér fyrir neðan á stafrænu formi.
Húsnæðið að Garðvegi 1 var upphaflega frystihús og er spannar saga hússins um heila öld og sýnir þróun þess úr frystihúsi yfir í alþjóðlega rannsóknar- og vísindamiðstöð innan Þekkingarseturs Suðurnesja.


