Starfsemin í húsinu

Garðvegur 1
Þekkingarsetur Suðurnesja var stofnað utan um starfsemina á Garðvegi 1 en þar eru Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum með aðsetur. Náttúrustofan var stofnuð árið 2000 og Rannsóknasetrið árið 2004. Fræðasetrið sem var stofnað 1995, fyrst sinnar tegundar á landinu, hefur nú sameinast Þekkingarsetrinu. Auk þess er Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum með aðstöðu til rannsókna á fisksjúkdómum í húsinu.