
Háskólaþjónusta Þekkingarsetursins var sett á laggirnar haustið 2025 og býður upp á lestrar- og námsaðstöðu fyrir nemendur í fjarnámi háskóla, se búsettir eru á Suðurnesjum. Aðstaðan býður upp á bjart og nýuppgert rými til náms auk hópavinnu- og fundaaðstöðu með fyrsta flokks fjarfundarbúnaði. Setu- og kaffistofurými erinnig til staðar og gefur mikil nánd við ráðgjafa og fagfólk á sviðum náttúru- og menntavísinda góð tækifæri til endurgjafar og öflugs náms, auk þess sem nærumhverfið býður upp á marga möguleika.
Frumkvöðlum og aðilum í nýsköpun gefst einnig tækifæri á að nýta sér rýmið til vinnu í gegnum óstaðbundin störf.
Hægt er að sækja um aðgang að háskólaþjónustu Þekkingarseturs Suðurnesja með því að hringja í s. 423-7555 eða senda tölvupóst á netfangið thekkingarsetur@thekkingarsetur.is
Við hlökkum til að kynnast þér!

Ýttu á merki skólans til að skoða framboð fjarnáms á hverjum stað








